Erlent

Unnið að afskrift skulda

Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á ráðstefnu sinni í Lundúnum í dag að vinna frekar að því að afskrifa opinberar skuldir fátækustu ríkja heims auk þess sem stefnt er að því að styrkja efnahag fátækra ríkja og verslun og viðskipti. Þá var einnig ákveðið á fundinum að frysta skuldir þeirra þjóða sem illa urðu úti í hamförunum í Suðaustur-Asíu fram að áramótum á meðan þau kæmust yfir erfiðustu hjallana í uppbyggingarstarfinu. Bretar, sem hafa leiðtogahlutverk í þessum ríkjahópi, hafa heitið því að vinna af krafti gegn fátækt í heiminum en sumar af hugmyndum þeirra hafa mætt andstöðu hjá Bandaríkjamönnum sem vilja fara sínar eigin leiðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×