Erlent

Mótmæli hafa ekki áhrif á áform

Stjórnvöld í Frakklandi hyggjast ekki hverfa frá áformum um að lengja vinnuvikuna þar í landi þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í gær. Þetta segir fjármálaráðherra Frakklands, en áformin eru liður í umbótum sem m.a. snerta vinnulöggjöf, lífeyri og skóla. Franska stjórnin vill lengja vinnuvikuna úr 35 klukkustundum í allt að 48 stundir á almennum markaði, en það er hámarksvinnustundafjöldi á viku sem leyfður er innan Evrópusambandsins. Talið er að um 300 þúsund manns hafi gengið um götur borga Frakklands í gær til þess að mótmæla áformum stjórnvalda og hafa fjórar af fimm stærstu verkalýðshreyfingum landsins andæft þeim harðlega. Franska stjórnin segir hins vegar að aðgerðirnar muni auka kaupmátt og þar af leiðandi neyslu sem aftur muni draga úr atvinnuleysi í landinu, en það er nú talið um 10 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×