Erlent

Saksóttir fyrir hleranir

Réttarhöld eru hafin yfir átta fyrrum yfirmönnum finnska farsímafélagsins Sonera sem gefið er að sök að hafa fyrirskipað að símtöl og tölvupóstskeyti starfsmanna fyrirtækisins skyldu rakin, slíkt brýtur í bága við finnsk lög sem heimila aðeins lögreglu að rekja fjarskipti fólks. Yfirmennirnir fyrrverandi neita því allir að hafa gert nokkuð saknæmt. Þeir segja aðgerðir sínar löglegar og til þess fallnar að vernda hagsmuni fyrirtækisins sem er í ríkiseigu. Hleruð voru símtöl starfsmanna sem voru grunaðir um að láta fjölmiðlum í té innanhússupplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×