Erlent

Mótmæla lengri vinnuviku

Talið er að rúmlega fimmtíu þúsund Frakkar hafi gengið um götur borga landsins í dag til þess að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að lengja vinnuvikuna í Frakklandi. Samkvæmt lögum í Frakklandi er vinnuvikan nú 35 klukkustundir en Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra landsins, hefur lýst því yfir að lengja þurfi vinnuvikuna til þess að gera Frakkland samkeppnishæfara og til að draga úr atvinnuleysi sem er nú um 10 prósent. Því leggur franska stjórnin til að vinnuvikan geti orðið allt að 48 klukkustundir á almennum vinnumarkaði. Talsmenn verkalýðshreyfinga hafa mótmælt aðgerðunum og óttast að fólk verði látið vinna lengur án þess að fá greitt fyrir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×