Erlent

Páfi á hægum batavegi

Jóhannes Páll páfi annar er á hægum batavegi og nærist eðlilega, eftir því sem talsmaður Vatíkansins segir. Búist er við að páfi muni messa á morgun eins og aðra sunnudaga en að ávarpinu verði sjónvarpað beint frá sjúkrabeðinum. Páfi sem er 84 ára fékk slæma flensu um síðustu helgi og hefur legið á sjúkrahúsi síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×