Erlent

Stjórnin enn sterk í Danmörku

Stjórn Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, heldur velli í kosningunum í landinu samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var Berlingske Tidende í dag. Flokkur Rasmussens, Venstre, og samstarfsflokkarnir fengju 94 af 179 sætum á danska þinginu ef kosið yrði í dag. Þetta gerist þrátt fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir með Sósíaldemókrata í broddi fylkingar hafi nokkuð sótt í sig veðrið upp á síðkastið og m.a. bætt við sig átta þingmönnum frá könnun 25. janúar. Kosið verður í Danmörku á þriðjudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×