Erlent

Fleiri fljúga með lággjaldafélögum

Lággjaldaflugfélög í Evrópu fluttu alls 80 milljónir farþega á síðasta ári. Þetta er nærri helmingsaukning frá árinu 2003 þegar 47 milljónir farþega í Evrópu ferðuðust með lággjaldaflugfélögum. Hlutdeild lággjaldafélaganna í öllum flugferðum í Evrópu er þar með orðin meira en fimmtungur. Sérfræðingar spá því að árið 2010 kunni hlutdeildin að vera komin upp í heil 40 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×