Erlent

Listi sjíaklerks fær mest fylgi

Sameinaða íraska bandalagið hefur mikið forskot á önnur framboð í írösku kosningunum samkvæmt þeim tölum sem hafa verið birtar. 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar úr tíu héruðum þar sem sjía-múslimar eru fjölmennir. Sameinaða íraska bandalagið, listinn sem komið var saman að frumkvæði hins áhrifamikla sjía-klerks Ali al-Sistani, fékk 2,2 milljónir þeirra 3,3 milljóna atkvæða sem hafa verið talin. Næst kemur Íraski listinn, framboð Iyad Allawi forsætisráðherra og félaga hans, með tæplega 600 þúsund atkvæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×