Erlent

Sleppa hundruðum Palestínumanna

Ísraelsstjórn hefur ákveðið að sleppa nokkur hundruð Palestínumönnum úr fangelsi og draga herafla sinn frá borgum Vesturbakka Jórdanar. Þessi ákvörðun miðar að því að koma til móts við þær tilslakanir sem stjórnvöld í Palestínu hafa þegar gert en uppreisnarhópar Palestínumanna hafa samþykkt óformlegt vopnahlé. Þetta er ekki síður gert til að skapa jákvætt andrúmsloft fyrir leiðtogafund Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, sem haldinn verður í Egyptalandi í næstu viku. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu mörgum Palestínumönnum verður sleppt úr haldi en fregnir herma að þeir verði allt að níu hundruð talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×