Erlent

Árás ekki á dagskrá

Árás á Írak er ekki á dagskránni, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við upphaf vikulangs ferðalags síns til Evrópu. Hún sagði hins vegar breiða samstöðu um að Íranar mættu ekki nota friðsamlega kjarnorkuáætlun sem yfirvarp tilrauna til að koma sér upp gjöreyðingarvopnum. Rice neitaði að svara spurningum um hvort Bandaríkjastjórn vildi nýja stjórn í Íran. Richard Armitage aðstoðarutanríkisráðherra hefur sagt að það sé ekki markmið Bandaríkjastjórnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×