Erlent

Geta þjáðst í mörg ár

Svo getur farið að níu af hverjum tíu sem eiga um sárt að binda af völdum flóðbylgjunnar á annan í jólum þurfi að takast á við sálræn eftirköst um mörg ókomin ár. Um 200 sérfræðingar í sálrænum áföllum eru samankomnir í Bangkok til að fjalla um sálræn áhrif hamfaranna á fólkið sem lenti í þeim. Einn þeirra er Jonathan Davidson, yfirmaður kvíða- og áfalladeildar Duke-háskóla í Bandaríkjunum. "Við getum búist við því að helmingur til 90 prósent fólksins stríði við eftirköst og þunglyndi í mörg ár ef fólkið fær ekki aðstoð," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×