Erlent

Morfín og vopn finnast í helli

Þrjú tonn af morfíni og mikið magn vopna voru gerð upptæk í helli í Pakistan fyrr í dag. Varningurinn er metinn á tugi milljóna bandaríkjadala en á meðal vopnanna sem fundust voru flugskeyti og sprengjuvörpur. Enginn var handtekinn í tengslum við málið enda hellirinn, sem staðsettur er nærri landamærunum að Afganistan, mannlaus þegar lögreglu bar að en talið er að þekkt samtök andspyrnumanna í Pakistan eigi þarna hlut að máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×