Erlent

Bæjarstjóri fyrir rétt

Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York ríki í Bandaríkjunum þarf að svara til saka fyrir að hafa gefið saman samkynhneigð pör. Samkvæmt bandarískum lögum er einungis heimilt að gefa saman karl og konu en ekki einstaklinga af sama kyni. Máli á hendur West var vísað frá þar sem dómari í því sagði vafasamt að stjórnarskrá heimilaði bann við hjónaböndum samkynhneigðra. Nú hefur annar dómari komist að þeirri niðurstöðu að málið snúist ekki um lögmæti bannsins heldur hvort West hafi farið út fyrir valdsvið sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×