Erlent

Tymosjenko næsti forsætisráðherra

Þingið í Úkraínu samþykkti í dag einróma að Júlía Tymosjenko skyldi verða næsti forsætisráðherra landsins. Forseti landsins, Viktor Júsjenko, tilnefndi Tymosjenko í embættið fyrir skemmstu, en hún hefur verið nokkuð umdeild í landinu. Henni var m.a. vikið úr embætti varaforsætisráðherra landsins árið 2001 í tíð Leoníds Kútsma í forsetaembætti vegna ákæra um spillingu í starfi hjá gasfyrirtæki á tíunda áratugnum. Hún var sýknuð en ákæruvaldið rannsakar enn mál hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×