Erlent

Segjast hafa myrt 29 lögreglumenn

Uppreisnarhópur í Írak sendi frá sér yfirlýsingu á Netinu í dag þar sem hann sagðist hafa drepið 29 írakska lögreglumenn og tekið sjö til fanga í fyrirsát í vikunni. Hópurinn kallast Her Ansars al-Sunna og segist hann hafa setið fyrir bílalest írakskra lögreglumanna við Abu Ghraib, vestur af Bagdad. Í yfirlýsingunni hótar hópurinn að drepa fleiri liðsmenn í öryggissveitum Íraks ef þeir haldi áfram að starfa með hernámsveldunum, en öryggissveitirnar hafa að undanförnu verið skotmark hryðjuverkamanna vegna þessa samstarfs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×