Erlent

Forsætisráðherra fannst látinn

Zurab Zhavnia, forsætisráðherra Georgíu, fannst látinn á heimili vinar síns. Svo virðist sem gaseitrun hafi orðið honum og vini hans að aldurtila. Lögreglumenn sem hafa rannsakað íbúðina segja enga ástæðu til að ætla að morð hafi verið framið heldur hafi verið um slys að ræða. Þingmaðurinn Amiran Shalamberidze sagði hins vegar að utanaðkomandi aðilar kynnu að hafa átt þátt í dauða Zhavnia og virtist beina sökinni að Rússum. Zhavnia var 41 árs og einn leiðtoga Rósarbyltingarinnar, þegar mótmæli stjórnarandstæðinga urðu til þess að Mikhail Sjevardnadse hrökklaðist frá völdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×