Erlent

Bauðst tvisvar til að segja af sér

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst tvisvar til að segja af sér þegar fangamisþyrmingarnar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak voru hvað mest áberandi í fyrra. Í bæði skiptin hafnaði George W. Bush Bandaríkjaforseti afsögn hans. Rumsfeld sagði frá þessu í viðtali á CNN. Hann sagði að hann hefði viljað að Bush tæki ákvörðun um framtíð sína og því hefði hann ákveðið að gegna embætti áfram þegar Bush sagðist ekki vilja að hann færi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×