Erlent

Björguðu börnum af skíðahóteli

Kalla þurfti á aðstoð austurríska hersins þegar 300 gestir á skíðahóteli í austurrísku ölpunum voru innikróaðir vegna snjóflóða sem höfðu fallið á vegi í nágrenninu og hætta var á fleiri flóðum. Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu var komið á efsta viðbragðsstig og því sendi herinn þyrlur til að koma fólkinu í öruggt skjól. Flestir gestanna voru skólabörn á skíðanámskeiði. Snjór veldur fleirum en Austurríkismönnum vandræðum. Í Búlgaríu og Rúmeníu hefur snjónum kyngt niður dögum saman, mörg þorp hafa einangrast og bílstjórar þurft að hafast við í bílum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×