Erlent

Mesta atvinnuleysi frá í kreppunni

Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira frá stríðslokum en það er nú og í síðasta mánuði fór fjöldi atvinnulausra Þjóðverja í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Ástæðan er þó að hluta til sú að breytt talning bætir 222 þúsund manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fjölgaði um nær 600 þúsund milli mánaða, fór úr 4,5 milljónum í rétt rúmar fimm milljónir. Áður höfðu atvinnulausir mest verið 4,8 milljónir eftir lok seinni heimsstyrjaldar, það var í janúar 1998 undir lok valdaferils Helmut Kohl. Gerhard Schröder hét því að fækka atvinnulausum í 3,5 milljónir en hefur mistekist það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×