Erlent

Á Hótel mömmu framundir fertugt

Meira en fjórði hver Ítali á aldrinum 30 til 34 ára býr enn í foreldrahúsum. Mun fleiri karlmenn en konur búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri, 18 prósent kvenna eru enn í heimahúsum en 36,5 prósent karlmanna búa enn á Hótel mömmu samkvæmt útreikningum hagstofunnar Eurispes. Níu af hverjum tíu Ítölum á aldrinum 20 til 24 ára búa enn í foreldrahúsum, og hafði fjölgað um tíu prósentustig á áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×