Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2025 18:32 Kennie Chopart reyndist hetja Framara. Vísir/Anton Brink Framarar tóku á móti Víkingi í 16. umferð Bestu deildar karla í kvöld á Lambhagavelli. Framarar sem hafa verið taplausir í síðustu fimm leikjum björguðu stigi á lokamínútu í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði rólega og voru það bæði lið sem voru dugleg að sækja en loka sendingar fóru þá yfirleitt forgörðum. Fyrsta mark leiksins kom á 29. mínútu þegar Nikolaj Hansen stangaði boltanum í netið eftir hornspyrnu frá Helga Guðjónssyni. Markið kveikti í Víkingum sem voru þá töluvert meira með boltann og ákafir í að sækja en ekkert af þeim færum sem þeir fengu enduðu í netinu. Það var svo á 41. mínútu sem heimamenn jöfnuðu leikinn eftir klúður hjá Róberti Orra Þorkelssyni á miðjunni. Fred vinnur boltann af honum og sendir hann upp á hægri kantinn þar sem Kennie Chopart kemur honum fyrir og Jakob Byström kemur boltanum í netið. Staðan 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri þar sem bæði lið skiptust á að sækja.Varamaðurinn Atli Þór Jónasson skoraði þá annað mark Víkings á 71. mínútu eða tveimur mínútum eftir að hann kom inná fyrir Nikolaj Hansen. Víkingar virtust ætla að sigla sigrinum heim allt þar til á síðustu mínútu í uppbótartíma þegar Oliver Ekroth braut á Má Ægissyni rétt fyrir utan teig. Kennie Chopart stillti sér upp og skoraði laglega úr aukaspyrnunni. Jafntefli niðurstaðan og bæði lið halda sínum sætum í töflunni, Víkingur í þriðja sæti með 31 stig og Fram í því fjórða með 24 stig. Atvik leiksins Það er klárlega aukaspyrnumark Kennie Chopart sem jafnar leikinn á síðustu mínútu í uppbótartíma. Stjörnur og skúrkar Viktor Freyr Sigurðsson stendur uppúr, Víkingar áttu mörg tækifæri til að skora en Viktor stóð eins og klettur á milli stanganna. Kennie Chopart öflugur með stoðsendingu og mark í dag. Stemning og umgjörð Rífandi stemning hérna á Lambhagavelli, fínasta mæting í stúkuna eða rúmlega þúsund manns. Dómarar Helgi Mikael Jónasson, Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson dæmdu leikinn með prýði, engin vafamál að mínu mati og héldu þeir vel utan um leikinn. Óskar Borgþórsson: Viktor Freyr eins og köttur í markinu Óskar Borgþórsson gekk í raðir Víkinga í sumar.Víkingur Reykjavík Frammistaða Víkinga í leiknum var mjög góð og voru Víkingar töluvert meira með boltann og komu sér í mörg hættuleg færi en boltinn virtist ekki vilja inn. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Stundum er þetta bara stöngin út, Viktor Freyr Sigurðsson var bara eins og köttur í markinu í dag og varði allt. Við vorum að skapa fullt af færum en náðum því miður ekki að skora meira.“ „Við erum alls ekki sáttir með stigið og við vildum öll stigin þrjú og við viljum það í öllum leikjum, við erum svekktir.“ Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík
Framarar tóku á móti Víkingi í 16. umferð Bestu deildar karla í kvöld á Lambhagavelli. Framarar sem hafa verið taplausir í síðustu fimm leikjum björguðu stigi á lokamínútu í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði rólega og voru það bæði lið sem voru dugleg að sækja en loka sendingar fóru þá yfirleitt forgörðum. Fyrsta mark leiksins kom á 29. mínútu þegar Nikolaj Hansen stangaði boltanum í netið eftir hornspyrnu frá Helga Guðjónssyni. Markið kveikti í Víkingum sem voru þá töluvert meira með boltann og ákafir í að sækja en ekkert af þeim færum sem þeir fengu enduðu í netinu. Það var svo á 41. mínútu sem heimamenn jöfnuðu leikinn eftir klúður hjá Róberti Orra Þorkelssyni á miðjunni. Fred vinnur boltann af honum og sendir hann upp á hægri kantinn þar sem Kennie Chopart kemur honum fyrir og Jakob Byström kemur boltanum í netið. Staðan 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri þar sem bæði lið skiptust á að sækja.Varamaðurinn Atli Þór Jónasson skoraði þá annað mark Víkings á 71. mínútu eða tveimur mínútum eftir að hann kom inná fyrir Nikolaj Hansen. Víkingar virtust ætla að sigla sigrinum heim allt þar til á síðustu mínútu í uppbótartíma þegar Oliver Ekroth braut á Má Ægissyni rétt fyrir utan teig. Kennie Chopart stillti sér upp og skoraði laglega úr aukaspyrnunni. Jafntefli niðurstaðan og bæði lið halda sínum sætum í töflunni, Víkingur í þriðja sæti með 31 stig og Fram í því fjórða með 24 stig. Atvik leiksins Það er klárlega aukaspyrnumark Kennie Chopart sem jafnar leikinn á síðustu mínútu í uppbótartíma. Stjörnur og skúrkar Viktor Freyr Sigurðsson stendur uppúr, Víkingar áttu mörg tækifæri til að skora en Viktor stóð eins og klettur á milli stanganna. Kennie Chopart öflugur með stoðsendingu og mark í dag. Stemning og umgjörð Rífandi stemning hérna á Lambhagavelli, fínasta mæting í stúkuna eða rúmlega þúsund manns. Dómarar Helgi Mikael Jónasson, Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson dæmdu leikinn með prýði, engin vafamál að mínu mati og héldu þeir vel utan um leikinn. Óskar Borgþórsson: Viktor Freyr eins og köttur í markinu Óskar Borgþórsson gekk í raðir Víkinga í sumar.Víkingur Reykjavík Frammistaða Víkinga í leiknum var mjög góð og voru Víkingar töluvert meira með boltann og komu sér í mörg hættuleg færi en boltinn virtist ekki vilja inn. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Stundum er þetta bara stöngin út, Viktor Freyr Sigurðsson var bara eins og köttur í markinu í dag og varði allt. Við vorum að skapa fullt af færum en náðum því miður ekki að skora meira.“ „Við erum alls ekki sáttir með stigið og við vildum öll stigin þrjú og við viljum það í öllum leikjum, við erum svekktir.“
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti