Erlent

Innrás ekki á dagskránni í bili

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf í morgun fyrstu Evrópureisu sína í embætti á því að heimsækja Bretland. Rice sat fyrir stundu blaðamannafund með breska starfsbróður sínum, Jack Straw, og lýsti því yfir að Bretland væri meginstuðningsland Bandaríkjanna. Rice var spurð hvort innrás í Íran væri yfirvofandi og svaraði því á þá leið að innrás væri ekki á dagskránni, í bili að minnsta kosti. Hún sagði að Bandaríkjastjórn byndi enn vonir við að finna diplómatískar leiðir til að stöðva kjarnorkuáætlun Írana. Rice mun á næstu viku ferðast um Evrópu og Miðausturlönd og er talið að hún muni í ferðinni rétta út sáttahönd og reyna að bæta samskipti Bandaríkjanna við Frakkland og Þýskaland sem hafa verið í uppnámi allt frá innrásinni í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×