Erlent

Atkvæði greidd um veggjald

Íbúar í Edinborg í Skotlandi munu á mánudag hefja atkvæðagreiðslu um það hvort innheimta eigi veggjald af þeim sem leggja leið sína inn í miðborgina á bíl, en slíkt fyrirkomulag er nú þegar í Lundúnum. Verði tillagan samþykkt munu ökumenn þurfa að greiða tvö pund, um 240 krónur, fyrir að aka inn í miðborgina á virkum dögum. Veggjaldið mun allt renna til almenningssamgangna og vegamála en borgaryfirvöld áætla að 90 milljarðar króna safnist á 20 árum með þessu fyrirkomulagi. Skiptar skoðanir hafa verið um veggjaldið í Lundúnum, sem er fimm pund, en þar hafa verslunarmenn kvartað undan minnkandi sölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×