Erlent

Hervélmenni til Íraks

Bandaríkjastjórn hyggst senda átján vélbyssuvopnuð vélmenni til Íraks á næstunni. Kostirnir eru ótvíræðir: þessir hermenn þurfa hvorki að sofa né borða, ekki þarf að klæða þá eða þjálfa og því síður hvetja til dáða eða borga þeim eftirlaun. Gallarnir eru hins vegar þeir að vélhermaðurinn nær aðeins um sjö kílómetra hraða á klukkustund og eftir um klukkustundartörn eru rafhlöðurnar búnar og vélmennið stöðvast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×