Fleiri fréttir

Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings
Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun.

Árni Þórður útskrifaður af spítala
Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar.

Vöruðu unga drengi við því að príla
Í gær hafði lögregla afskipti af ungum drengjum sem gómaðir voru uppi á þaki leikskóla í Kópavogi. Lögregluþjónar vöruðu drengina við hættunni sem fylgir slíku príli og tilkynntu foreldrum drengjanna athæfi þeirra.

Mjög sérstakt að styrkja rafbílakaup eins mikið þegar margir hefðu keypt sér bílinn án stuðnings
Strætó fékk einn milljarð úr ríkissjóði í fyrra á meðan endurgreiðslur vegna rafbíla námu níu milljörðum króna - nokkuð sem sérfræðingur hjá Alþýðusambandi segir rosalegan mun. Mjög sérstakt sé að stjórnvöld dæli peningum í óskilvirkar loftslagsaðgerðir í stað þess að styðja betur við almenningssamgöngur.

Silfursvanir á svið á Madeira
Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum.

Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur
Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur.

Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver
Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings.

Ekki selst fleiri miðar á árshátíð lögreglunnar síðan 1998
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögregluþjónar kalli eftir auknum rannsóknarheimildum og rafbyssum til að auka bæði öryggi sitt í starfi og öryggi borgara landsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“
Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats.

Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði
Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið.

Getur ekki séð að áhætta fylgi rafbyssunotkun lögreglu
Dómsmálaráðherra segist treysta lögreglu til þess að nota rafbyssur af ábyrgð. Hann segir aukna hörku kalla á betri varnir lögregluþjóna.

Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum
Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla.

Mjög mikið álag og fólk beðið um að leita annað ef hægt er
Mjög mikið álag er á Landspítalanum um þessar mundir, sérstaklega á bráðamóttökunni Fossvogi. Þeir sem geta eru beðnir um að leita annað.

Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði
Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Innlimun Rússa á stórum landsvæðum í Úkraínu, ólga innan Flokks fólksins, gjaldskrárhækkun Strætó og skólamál í Reykjavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

„Veðurstofusumarið“ í kaldara lagi
Meðalhiti „veðurstofusumarsins“ svokallaða var 9,2 stig og telst það í kaldara lagi miðað við undanfarin ár.

Tvöfalt fleiri töldu sig hafa verið bitin af lúsmýi í ár en árið 2019
Næstum þrír af hverjum tíu landsmönnum töldu sig hafa verið bitna af lýsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Íbúar á landsbyggðinni voru talsvert líklegari til að svara játandi. Aukningin er langmest á Norðurlandi.

Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos
Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag.

Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn
Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu.

Bakveikur slökkviliðsmaður á rétt á bótum eftir þrekpróf
Fyrrverandi slökkviliðsmaður sem starfaði hjá slökkviliði Isavia á rétt á bótum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum er hann þreytti þrekpróf árið 2015 starfs síns vegna.

Brynhildur nýr framkvæmdastjóri NAFO
Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO. Þrettán lönd eiga aðild að NAFO, þar á meðal Ísland.

Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan
Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021.

Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar
Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940.

Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“
Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst.

Hafa hingað til þurft að forgangsraða forgangsmálum
Rannsóknarlögreglumönnum hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fjölgað um þrjá og í næsta mánuði ættu þau stöðugildi sem helguð eru rannsókn kynferðisbrotamála hjá embættinu að vera orðin sextán.

Áfram nokkur vindur og rigning með köflum víða
Gera má ráð fyrir nokkrum vindi og rigningu með köflum víðast hvar á landinu fram eftir degi og hvassviðri norðvestantil.

Þrír handteknir grunaðir um ólöglega dvöl hér á landi
Þrír erlendir einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en grunur er um að þeir hafi dvalið of lengi hér á landi.

Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana
Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu.

Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur
Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi.

Vilja rafrænt kerfi til að fylgjast með slæmri birgðastöðu lyfja
Forstjóri Lyfjastofnunar segir áhyggjuefni að aðeins mánaðarbirgðir séu af almennum lyfjum hjá birgjum í landinu. Koma þurfi upp rafrænu kerfi til að fylgjast með birgðastöðu hverju sinni.

Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni.

Vinnuskúr alelda í Urriðaholti
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist mikill fjöldi tilkynninga vegna elds í Urriðaholti í Garðabæ. Slökkvilið kom á vettvang rétt í þessu og vinnur nú að því að slökkva mikinn eld sem kviknaði í vinnuskúr í hverfinu.

Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa
Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi.

Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun
Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á ætluðum undirbúningi hryðjuverkaárásar vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom nafn föður hennar upp við skýrslutöku. Við fjöllum nánar um málið og sjáum myndir af vopnum sem voru gerð upptæk í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur
Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu.

Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára.

Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár
Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs.

Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu
Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis.

Ríkið kaupir Norðurhúsið við Austurbakka af Landsbankanum
Íslenska ríkið og Landsbankinn hafa undirritað samning um kaup ríkisins á Norðurhúsi við Austurbakka af Landsbankanum. Um er að ræða tæplega sex þúsund fermetra byggingu sem er hluti af framkvæmdum Landsbankans við Austurhöfn. Kaupverðið er um sex milljarðar króna. Þá mun ríkið einnig kaupa gamla Landsbankahúsið við Austurstræti.

Konan er fundin
Konan sem lýst var eftir og leitað hefur verið í dag er fundin heil á húfi. Hennar hafði verið saknað í heila viku.

Ákærð fyrir að refsa leikskólabörnum líkamlega
Kona sem starfaði á leikskóla hefur verið ákærð fyrir að hafa beitt börn á leikskólanum andlegum og líkamlegum refsingum og ógnunum.

Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi
Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi.

Nýtt björgunarskip styttir viðbragðshraða um helming
Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en með komu þeirra styttist viðbragðstími björgunarsveita á sjó um helming.