Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 20:48 Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stöð 2 Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni tíundar Bjarni Frímann það hvernig hann greindi stjórnendum Sinfóníunnar frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu Árna Heimis. Hann segist fyrst hafa sagt þáverandi framkvæmdastjóra, Örnu Kristínu Einarsdóttur árið 2018 en hún ekkert aðhafst í málinu. Hann hafi því þurft að vinna áfram með Árna Heimi. Þá segir hann að hann hafi einnig greint Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, núverandi framkvæmdarstjóra, og Evu Ollikainen, núverandi aðalhljómsveitarstjóra, frá málinu um leið og þær hófu störf hjá SÍ. Þær hafi heldur ekkert aðhafst. Lára Sóley segir í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins að Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara lengra með málið á sínum tíma og því hafi hendur stjórnenda verið bundnar. „Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir innan hljómsveitarinnar til að taka á málum sem þessum, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá getur það takmarkað möguleika sem við höfum í stöðunni,“ hefur Rúv eftir Láru Sóleyju. Hún segist þó telja að tilefni sé til að taka málið upp að nýju, nú þegar Bjarni Frímann hefur talað opinberlega um það. Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni tíundar Bjarni Frímann það hvernig hann greindi stjórnendum Sinfóníunnar frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu Árna Heimis. Hann segist fyrst hafa sagt þáverandi framkvæmdastjóra, Örnu Kristínu Einarsdóttur árið 2018 en hún ekkert aðhafst í málinu. Hann hafi því þurft að vinna áfram með Árna Heimi. Þá segir hann að hann hafi einnig greint Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, núverandi framkvæmdarstjóra, og Evu Ollikainen, núverandi aðalhljómsveitarstjóra, frá málinu um leið og þær hófu störf hjá SÍ. Þær hafi heldur ekkert aðhafst. Lára Sóley segir í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins að Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara lengra með málið á sínum tíma og því hafi hendur stjórnenda verið bundnar. „Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir innan hljómsveitarinnar til að taka á málum sem þessum, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá getur það takmarkað möguleika sem við höfum í stöðunni,“ hefur Rúv eftir Láru Sóleyju. Hún segist þó telja að tilefni sé til að taka málið upp að nýju, nú þegar Bjarni Frímann hefur talað opinberlega um það.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55