Innlent

Tvöfalt fleiri töldu sig hafa verið bitin af lúsmýi í ár en árið 2019

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Lúsmýið er skætt þrátt fyrir smæðina. 
Lúsmýið er skætt þrátt fyrir smæðina.  Mynd/Erling Ólafsson

Næstum þrír af hverjum tíu landsmönnum töldu sig hafa verið bitna af lýsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Íbúar á landsbyggðinni voru talsvert líklegari til að svara játandi. Aukningin er langmest á Norðurlandi. 

Spurt var í nýjasta Þjóðarpúls Gallup hvort fólk taldi sig hafa verið bitið af lúsmýi á Íslandi í sumar en 29 prósent svöruðu játandi, samaborið við 14 prósent árið 2019. 

Þegar svörin voru greind eftir búsetu kom í ljós að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins væru líklegari til að telja að þau hafi verið bitin. Aðeins 26 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu svörðuðu játandi en 33 prósent á öðrum landsvæðum. 

Aukninginer mest á Norðurlandi, í norðvesturkjördæmi svöruðu átta prósent játandi árið 2019 en 36 prósent í ár og í norðausturkjördæmi fór það upp úr einu prósenti í 26 prósent. 

Hlutfallslega flestir þeirra sem töldu sig hafa verið bitna eru íbúar í suður- og norðvesturkjördæmi.Þjóðarpúls Gallup

Tengdar fréttir

Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu

Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×