Fleiri fréttir

Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu

Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins.

„Samningurinn ekki pappírsins virði“

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði.

Segir mögu­leika á að kórónu­veiran berist með lofti

Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu.

Sam­eigin­leg stefnu­mörkun í lofts­lags­málum myndi styrkja stöðu Norður­landanna

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur skilað skýrslu um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal helstu tillagna í skýrslu Bjarna er aukin sameiginleg stefnumörkun Norðurlandanna á sviði loftslagsmála og segir að það myndi styrkja stöðu Norðurlandanna á alþjóðavettvangi ef slík stefna væri til staðar.

Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt

Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur.

Hótaði að stinga starfsmann verslunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af manneskju í annarlegu ástandi sem tilkynnt var um að hefði komið inn í verslun í miðborginni og hótað að stinga starfsmann.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Myndbönd af ungmennum á Íslandi sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við lögreglukonu sem lítur málið alvarlegum augum.

Talin hafa ökklabrotnað í Reykjadal

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Reykjadal í Árnessýslu á fjórða tímanum þegar tilkynning barst um slasaða göngukonu í dalnum.

„Ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna“

Prófessor í afbrotafræði segir vaxandi stuðning við nýjar leiðir í baráttunni gegn fíkniefnum. Hann segir að það séu ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna en sú staðreynd sé hugsanleg fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingu fíkniefna. 

Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni

Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli.

Þrír reyndust smitaðir á landamærunum

Niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands í gær skilaði þeim niðurstöðum að þrír sem komu til landsins hafi verið smitaðir af veirunni.

Mikið kvartað undan sam­kvæmis­há­vaða í nótt

Óvenju margar kvartanir vegna samkvæmishávaða í heimahúsi komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Alls voru átján slík mál bókuð frá því klukkan 17 í gær til 5 í nótt.

Afköst Sultartangavirkjunar skert eftir skriðu

Önnur vél Sultartangavirkjunar gengur ekki og hin er á hálfum hraða eftir að vatn gekk inn í virkjunina þegar skriða féll í afrennslisskurð fyrir neðan hana síðdegis í gær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Flugu til móts við óvæntar rússneskar sprengjuvélar

Orrustuþotur ítalska flughersins, sem sinnt hafa loftrýmisgæslu hér á landi undanfarið, flugu í fyrrinótt til móts við rússneskar sprengjuflugvélar sem höfðu flogið án tilkynningar inn í íslenska loftrýmiseftirlitssvæðið,

Kviknaði í gróðri á Akureyri

Slökkvilið á Akureyri var kallað út rétt fyrir klukkan tvö í dag til þess að glíma við smávegis gróðureld sem kviknað hafði við göngustíg í bænum.

Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum

Stór mannamót fara fram um helgina og þurfti lögregla að hafa afskipti af fótboltamóti á Akureyri þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum en slíkt geti leitt til þess að ekki sé hægt að halda álíka viðburði. 

Samson kominn heim

Svo virðist sem að Samson, klón hundsins Sáms, sé kominn í faðm eigenda sinna, þeirra Dorrit Mouissaeff og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ólafur Ragnar greinir frá þessu á Twitter-síðu hans.

Sjá næstu 50 fréttir