Tíu ára börn þátttakendur í ofbeldi sem tekið er upp á myndskeið og birt á netinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 18:53 Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira