Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Myndbönd af ungmennum á Íslandi sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að tíu ára börn taki þátt í athæfinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við lögreglukonu sem lítur málið alvarlegum augum.

Þá ræðum við við arkitekt sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg 1, sem brann 25. júní. Hann hefur verulegar áhyggjur af húsi á Bræðraborgarstíg 3 sem er í eigu sama eiganda. Hann varaði borgaryfirvöld við því að illa gæti farið ef eldur kæmi upp í húsinu í fyrra, sem varð raunin í eldsvoðanum við Bræðraborgarstíg 1 í lok júní.

Við fjöllum einnig um þingkosningar sem fram fóru í Króatíu og dag, og það var afmælisstemming á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar fréttastofa leit þar við í dag en Sólheimar fagna níutíu ára afmæli.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.