Innlent

Erfiður vetur að baki í Fljótunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dýrin á Brúnastöðum eru félagar, þrátt fyrir að vera af ólíkum tegundum.
Dýrin á Brúnastöðum eru félagar, þrátt fyrir að vera af ólíkum tegundum. Vísir/Tryggvi

Þrátt fyrir að erfiður vetur sé nú að baki eru heimamenn í Fljótunum í Skagafirði enn að glíma við afleiðingar hans.

Líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan sem tekin var við Brúnastaði var gríðarlega snjóþungt í Fljótunum í vetur.

„Ætli það hafi ekki verið svona sex sjö átta metrar ofan á okkur. Kannski svona sex en niðri í dældinni hérna fyrir neðan okkur hafa örugglega verið sjö til átta metrar,“ segir Ólafur Ísar Jóhannesson, umsjónarmaður dýragarðsins á Brúnastöðum.

Þarna undir er dýragarðurinn á Brúnastöðum.Mynd/Ólafur Ísar

Leiktæki dýranna eru sum hver illa farin eftir veturinn

„Þetta kemur allt frekar leiðinlega undan vetri. Snjórinn var þyngri og skaflarnir voru mikið að safnast fyrir í kringum húsið hérna heima,“ segir Ólafur Ísar.

Ólafur er nýútskrifaður úr Menntaskólanum á Akureyri en hefur byggt upp dýragarðinn í frítíma sínum undanfarin ár.

Geiturnar fara sínar leiðir og stundum þarf að koma þeim á réttan stað líkt og Ólafur Ísar gerir hér.Vísir/Tryggvi

„Svo finnst mér gaman að smíða og byggja einhverja kofa, ég fæ útrás fyrir þá þörf í að komast í að saga og græja og gera,“

Er nokkuð annað í stöðunni en að laga þetta bara?

„Það er eina það sem er í stöðunni, það er að fara að laga þetta og reyna að gera þetta betra“

Það væsir þó ekki um dýrin á meðan en þarna má meðal annars finna geitur, sem fara sínar eigin leiðir líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

https://www.visir.is/k/c65052ad-18a3-4f77-9b5c-cc33136ab26d-1593976296684


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.