Innlent

Erfiður vetur að baki í Fljótunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dýrin á Brúnastöðum eru félagar, þrátt fyrir að vera af ólíkum tegundum.
Dýrin á Brúnastöðum eru félagar, þrátt fyrir að vera af ólíkum tegundum. Vísir/Tryggvi

Þrátt fyrir að erfiður vetur sé nú að baki eru heimamenn í Fljótunum í Skagafirði enn að glíma við afleiðingar hans.

Líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan sem tekin var við Brúnastaði var gríðarlega snjóþungt í Fljótunum í vetur.

„Ætli það hafi ekki verið svona sex sjö átta metrar ofan á okkur. Kannski svona sex en niðri í dældinni hérna fyrir neðan okkur hafa örugglega verið sjö til átta metrar,“ segir Ólafur Ísar Jóhannesson, umsjónarmaður dýragarðsins á Brúnastöðum.

Þarna undir er dýragarðurinn á Brúnastöðum.Mynd/Ólafur Ísar

Leiktæki dýranna eru sum hver illa farin eftir veturinn

„Þetta kemur allt frekar leiðinlega undan vetri. Snjórinn var þyngri og skaflarnir voru mikið að safnast fyrir í kringum húsið hérna heima,“ segir Ólafur Ísar.

Ólafur er nýútskrifaður úr Menntaskólanum á Akureyri en hefur byggt upp dýragarðinn í frítíma sínum undanfarin ár.

Geiturnar fara sínar leiðir og stundum þarf að koma þeim á réttan stað líkt og Ólafur Ísar gerir hér.Vísir/Tryggvi

„Svo finnst mér gaman að smíða og byggja einhverja kofa, ég fæ útrás fyrir þá þörf í að komast í að saga og græja og gera,“

Er nokkuð annað í stöðunni en að laga þetta bara?

„Það er eina það sem er í stöðunni, það er að fara að laga þetta og reyna að gera þetta betra“

Það væsir þó ekki um dýrin á meðan en þarna má meðal annars finna geitur, sem fara sínar eigin leiðir líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

https://www.visir.is/k/c65052ad-18a3-4f77-9b5c-cc33136ab26d-1593976296684


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×