Innlent

Talin hafa ökklabrotnað í Reykjadal

Andri Eysteinsson skrifar
Frá aðgerðum í dag.
Frá aðgerðum í dag. Aðsend

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Reykjadal í Árnessýslu á fjórða tímanum þegar tilkynning barst um slasaða göngukonu í dalnum.

Konan hafði slasast á fæti rúma tvo kílómetra frá bílastæðinu í dalnum en grunur leikur á því að hún hafi orðið fyrir því að ökklabrotna. Tilkynning barst klukkan 15:30 og voru björgunarsveitarmenn komnir að konunni hálftíma síðar.

Björgunarsveitir og sjúkraflutningarmenn komu til konunnar á sexhjólum og hlúa að henni á slysstað. Þær munu koma til með að þurfa að flytja konuna að sjúkrabíl á sexhjólunum.

Uppfært: Rétt fyrir klukkan 17 var konan lögð af stað til frekari skoðunar á heilbrigðisstofnun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.