Fleiri fréttir

Vilja fara ó­líkar leiðir til þess að bæta kjör fé­lags­manna Eflingar

Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar sem stóð enn yfir á sjöunda tímanum í kvöld. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu í dag en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls.

Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi

Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Staða kjaraviðræðna og mál íransks transpilts sem vísa á úr landi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Samþykktu tillögu um heimavist á höfuðborgarsvæðinu

Með tillögunni er lagt til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun heimavistar fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þannig lagður grunnur að auknu jafnrétti til náms óháð búsetu.

Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað

Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma.

Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum

Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar mikilvægari sess en áður.

Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár

Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Segist í engum hefndarhug og aðeins reyna að vinna vinnuna sína

Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018.

Kári um sam­fé­lags­miðla, per­sónu­leika­prófið og af hverju upp­lýsingarnar fara ekki fet

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út.

Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu.

Upp­tökur úr búk­mynda­vél sendar til NEL

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu.

Margrét kjörin for­maður FÍR fyrst kvenna

Margrét Halldóra Arnarsdóttir var í dag kjörin formaður Félags íslenskra rafvirkja, fyrst kvenna. Margrét hlaut afburðakosningu og mun taka við sem formaður á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi.

Ferðamaðurinn á Sólheimasandi fundinn

Lögreglan á Suðurlandi óskaði í kvöld eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leit á manninum sem hafði verið með hópi ferðamanna en ekki skilað sér til baka.

RÚV leið­réttir frétt í kjöl­far gagn­rýni Sam­herja

Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta "meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld.

Sjá næstu 50 fréttir