Innlent

Jakob Björnsson er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jakob Björnsson starfaði sem orkumálastjóri á árunum 1973 til 1996.
Jakob Björnsson starfaði sem orkumálastjóri á árunum 1973 til 1996.

Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, er látinn, 93 ára að aldri. Hann lést þann 15. febrúar síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Eir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Jakob stundaði nám við Háskóla Íslands og síðar DTH í Kaupmannahöfn þaðan sem hann lauk prófi í raforkuverkfræði árið 1953.

Jakob Björnsson

Jakob starfaði meðal annars hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, var í rannsóknarráði ríkisins og ráðgjafanefnd Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.

Í framhaldinu tók hann við starfi orkumálastjóra árið 1973.

Hann gegndi starfi orkumálastjóra til ársins 1996 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Jakob missti eiginkonu sína til 45 ára, Jónínu Þorgeirsdóttur árið 2002.

Jakob lætur eftir sig dóttur, stjúpson, þrjú barnabörn og fimm barnabarnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×