Upptökur úr búkmyndavél sendar til NEL Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2020 07:33 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01