Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Móðir íranska transdrengsins Maní Shahidi beygði af þegar henni bárust fregnir af því í dag að fjölskyldunni yrði vísað úr landi um leið og hann útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar segir dómsmálaráðherra á villigötum í málinu, brotið sé á réttindum Maní með brottvísuninni. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö í kvöld.

Í fréttatímanum förum við líka yfir stöðuna í viðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar, en ótímabundið verkfall hefur nú staðið í tvo daga og hefur víðtæk áhrif. Þá höldum við áfram umfjöllun um mál Eyþórs Inga, fatlaðs drengs í Bolungarvík, en réttindagæslumaður hans telur stjórnvöld eiga að biðja hann afsökunar á meðferð sem hann hefur sætt. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum.

Loks kynnum við okkur áætlun sem grænlensk stjórnvöld hafa kynnt um útboð á olíuleit á næstu tveimur árum, meðal annars við Austur-Grænland.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.