Fleiri fréttir

Gunnhildur Arna á eftir að ákveða hvort hún krefjist bóta

Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum.

Samheldni og náungakærleikur lykilatriði í ófærðinni á Flateyri

Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti.

Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun

Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun.

Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni

Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Við verðum í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli, förum yfir áhrif veðurhamsins og hvernig framhaldið lítur út. Í fréttatímanum fjöllum við líka um mál Íslendings sem handtekinn var á Spáni um helgina grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.