Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Óveðrið í gær kom á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli samkvæmt upplýsingum frá Isavia og Icelandair. Í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö verðum við í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli, förum yfir áhrif veðurhamsins og hvernig framhaldið lítur út.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um mál Íslendings sem handtekinn var á Spáni um helgina grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana. Þá hefur fréttastofa undir höndum ákæru gegn tvítugum karlmanni sem er sakaður um stórfellda líkamsárás gegn sautján ára kærustu sinni og ofbeldisbrot gegn annarri ungri stúlku líka.

Loks fjöllum við um Óskarstilnefningu Hildar Guðnadóttur, loðnuleitina sem hófst í dag og krísufund bresku konungsfjölskyldunnar. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×