Fleiri fréttir

Skipun þverpólitískra þingmannanefnda ekki alltaf æskileg

Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun.

Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar

Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku.

Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni

Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag

Skimun á leghálskrabbameini fari fram á heilsugæslu

Heilbrigðisráðherra greindi frá því í svari við fyrirspurn RÚV í gærkvöldi að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka yfir brjóstaskoðun en heilsugæslustöðvarnar yfir skimun fyrir leghálskrabbameini.

Dómur mildaður yfir Sigurði í Skáksambandsmálinu

Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár.

Banna flutning á ali­fuglum frá Dísu­koti

Ástæða flutningsbanns er meintur ólöglegur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári. Undan eggjunum hafi komið svartir kalkúnar sem hafi verið í fréttum nýverið.

Kveikt á skjá númer hundrað

Kveikt var á hundraðasta upplýsingaskjá Safetravel-verkefnisins við hátíðlega athöfn á Akureyri í gær. Formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar telur að verkefnið hafi skilað sér í færri óhöppum.

Sjö prósent utan trúfélaga

Á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. nóvember 2019 fækkaði um 1.243 einstaklinga í þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.