Innlent

Kári Stefánsson verðlaunaður

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FBL/Stefán
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fékk í gær afhent hin alþjóðlegu KFJ-verðlaun sem veitt eru af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Í tilkynningu frá Ríkisspítalanum segir að Kári og teymi hans hjá deCODE hafi gegnt lykilhlutverki í vinnu spítalans við þróun einstaklingsbundinna lyfja.

Henrik Ullum, prófessor í ónæmisfræðum við spítalann, var einn þeirra sem tilnefndu Kára til verðlaunanna. „Það þarf bara að horfa á yfirlit yfir þær vísindagreinar sem Kári hefur skrifað til að átta þig á hversu mikill brautryðjandi hann hefur verið á sviði erfðavísinda,“ er haft eftir Ullum.

Samstarf deCODE og spítalans hefur leitt til fjölmargra rannsóknarverkefna. Fyrirtækið hefur meðal annars greint sýni 200 þúsund sjúklinga úr lífsýnabanka spítalans auk 110 þúsund sýna úr Dönsku blóðgjafarannsókninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×