Fleiri fréttir

Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum

Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum.

Átök fylgja pólitík

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig.

Allt að 20 stiga hiti og hellidembur

Smá skúrir á víð og dreif eftir hádegi, en líkur á hellidembum inn til landsins þegar líður á daginn, einkum þó á Norðausturlandi.

Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum.

Vilja breytt lög um smálán

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda.

Efast um tölurnar í dómnum

Bróðir fatlaðs manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi forstöðumanns hjá Ísafjarðarbæ dregur í efa að upplýsingarnar sem koma fram í dómi héraðsdóms yfir forstöðumanninum séu réttar.

Almenningsrými við Miðbakka opnað

Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á.

Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi

Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun.

Ungur drengur brenndist í Aðalvík á Hornströndum

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Nú síðast í Aðalvík eftir að tilkynning barst um að ungur drengur hafi brennst. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir í Öræfum ferðamann sem hafði slasast og lent í sjálfheldu við Svínafellsjökul í dag.

Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi

Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi.

Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi

Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis.

Hæg austlæg átt og væta öðru hverju

Í dag mun á landinu ríkja hæg austlæg átt með dálítilli vætu öðru hverju, síðdegis má þó búast við skúradembum á hálendinu. Þá verður hiti á bilinu 12-18 stig í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Hundraðasta blóðgjöf Bjarna

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og áður hjá Siðmennt, gaf blóð í hundraðasta skiptið í gær.

Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku

Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu.

Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi

Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga.

Sjá næstu 50 fréttir