Innlent

Jarðskjálfti skammt frá Landmannalaugum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Landmannalaugar.
Landmannalaugar. Viktor Einar

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð á sjötta tímanum í dag tæplega 12 kílómetra vestsuðvestur af Landmannalaugum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Upptök skjálftans eru í vestanverðri Torfajökulsöskju, en nokkrir minni eftirskjálftar hafa einnig mælst á svæðinu.

Síðast urðu skjálftar af þessari stærð á svæðinu í janúar 2019 og ágúst 2018.

Veðurstofunni hafa ekki borist tilkynningar um að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum, en þó er ekki útilokað að ferðafólk í grenndinni hafi orðið vart við hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.