Innlent

Kenísku fótboltastrákarnir hittu Guðna forseta sem hvatti þá til dáða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gestirnir og gestgjafinn, allir kampakátir.
Gestirnir og gestgjafinn, allir kampakátir. Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup/Facebook

Kenísku fótboltabörnin frá Got Agulu í Kenía sem komu til Íslands eftir langt ferðalag síðustu helgi heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í gær. Börnin komu hingað til að keppa á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í lok þessa mánaðar.

„Í morgun heimsóttu strákarnir forsetann á Bessastaði. Það var stór stund fyrir þá og tók Guðni vel á móti þeim og hvatti þá til dáða,“ segir í færslu Facebook-síðunnar Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup frá því í gær.

Hjónin Rosmary Atieno og Paul Ramses stofnuðu árið 2009, með hjálp íslenskra vina, góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis.

Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Lengi hefur verið stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum komi til landsins til að keppa á mótinu, sem nú hefur orðið að veruleika.

„Paul sagði frá skólastarfinu í Got Agulu og Bára frá söfnuninni fyrir ferð drengjanna til Íslands. Síðan fengu allir kleinur, vínarbrauð og ávaxtasafa,“ segir í færslu liðsins um heimsóknina á Bessastaði.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.