Kenísku fótboltastrákarnir hittu Guðna forseta sem hvatti þá til dáða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 22:17 Gestirnir og gestgjafinn, allir kampakátir. Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup/Facebook Kenísku fótboltabörnin frá Got Agulu í Kenía sem komu til Íslands eftir langt ferðalag síðustu helgi heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í gær. Börnin komu hingað til að keppa á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í lok þessa mánaðar. „Í morgun heimsóttu strákarnir forsetann á Bessastaði. Það var stór stund fyrir þá og tók Guðni vel á móti þeim og hvatti þá til dáða,“ segir í færslu Facebook-síðunnar Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup frá því í gær. Hjónin Rosmary Atieno og Paul Ramses stofnuðu árið 2009, með hjálp íslenskra vina, góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Lengi hefur verið stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum komi til landsins til að keppa á mótinu, sem nú hefur orðið að veruleika. „Paul sagði frá skólastarfinu í Got Agulu og Bára frá söfnuninni fyrir ferð drengjanna til Íslands. Síðan fengu allir kleinur, vínarbrauð og ávaxtasafa,“ segir í færslu liðsins um heimsóknina á Bessastaði. Forseti Íslands Fótbolti Kenía Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Kenísku fótboltabörnin frá Got Agulu í Kenía sem komu til Íslands eftir langt ferðalag síðustu helgi heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í gær. Börnin komu hingað til að keppa á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í lok þessa mánaðar. „Í morgun heimsóttu strákarnir forsetann á Bessastaði. Það var stór stund fyrir þá og tók Guðni vel á móti þeim og hvatti þá til dáða,“ segir í færslu Facebook-síðunnar Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup frá því í gær. Hjónin Rosmary Atieno og Paul Ramses stofnuðu árið 2009, með hjálp íslenskra vina, góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Lengi hefur verið stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum komi til landsins til að keppa á mótinu, sem nú hefur orðið að veruleika. „Paul sagði frá skólastarfinu í Got Agulu og Bára frá söfnuninni fyrir ferð drengjanna til Íslands. Síðan fengu allir kleinur, vínarbrauð og ávaxtasafa,“ segir í færslu liðsins um heimsóknina á Bessastaði.
Forseti Íslands Fótbolti Kenía Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira