Fleiri fréttir

Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð

Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar.

BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna mun ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf hjá WOW air sem sjóðfélagar keyptu í gegnum sjóðinn. Þurfa þeir sem eiga slíkt að gera kröfu í þrotabúið. VR og SFR bjóða upp á endurgreiðslu.

Herjólfur kominn heim til Eyja

Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia.

Ökumenn aka nú upp Laugaveg

Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti.

Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda

Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingfundi var slitið á fimmta tímanum í dag og frestað fram yfir helgi. Ekkert miðar í samningaviðræðum við Miðflokkinn um þinglok en viðræðurnar sigldu í strand í gær þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn.

Ekki samið um þinglok í dag

Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag.

Landsréttur sneri við þriggja ára nauðgunardómi

Landsréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn konu í október 2017. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í ágúst 2018 en áfrýjaði dómnum til Landsréttar.

62 prósent rekstraraðila í miðbænum enn ósáttur

Um helmingur borgarbúa er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu.

Grísirnir mættir í Bolungarvík

Bolvíkingar tóku í gærkvöldi á móti nýjustu íbúum sveitarfélagsins. Um er að ræða nafnlausu grísina tvo sem til stendur að beita á kerfil í bæjarlandinu.

Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti

Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka.

Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum

Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts.

Þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi

Þrír eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, en þremenningarnir, sem voru handteknir fyrr í vikunni, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni

Íssalar merkja mikla söluaukningu á ís samanborið við sama tímabil í fyrra. Mannað er á vaktir í ísbúðum eftir veðurspánni og eru hlutastarfsmenn nánast í fullri vinnu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir ísinn hvetja til útivistar.

Minna um framræst votlendi en áður var talið

Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með.

Áfram góðviðri næstu daga

Brýnt er fyrir fólki á Vesturlandi að fara varlega með eld sökum mikilla þurrka og meðfylgjandi hættu á gróðureldum.

Aldrei meiri samdráttur

Samdráttur milli ára í fjölda ferðamanna hefur ekki verið jafnmikill frá upphafi mælinga sé litið til fjölda í maí á þessu ári í samanburði við maí í fyrra.

Daglegar ábendingar til MAST vegna illrar meðferðar dýra

Í ársskýrslu Matvælastofnunar kemur fram að alls hafi borist 468 ábendingar frá almenningi vegna dýravelferðar. Frá 2017 hafa yfir tuttugu mál farið í sektarferli vegna vanhirðu. Fleiri ábendingar koma vegna illrar meðferðar á gæludýrum en búfénaði hér á landi.

Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna

Þingmenn bíða skriflegra svara ráðherra við 125 fyrirspurnum. Þær elstu eru frá síðastliðnu hausti. Flestar fyrirspurnanna eru á borði fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ósvaraðar fyrirspurnir falla niður við þinglok.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.