Fleiri fréttir

Allir sáttir um þinglok nema Miðflokkurinn

Miðflokkurinn stendur einn utan samkomulags ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um þinglok. Hann vill fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans og frumvarps um innflutning á ófrosnu kjöti.

Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust

Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi.

„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“

Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár.

Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna

Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna

Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs

Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum.

Spá yfir 20 stiga hita í dag

Í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings kemur fram að líklegt sé að hitastig fari yfir 20 gráður í innsveitum á Vesturlandi og uppsveitum Suðurlands í dag.

Þriðjungur dómara á Íslandi er konur

Af 65 dómurum eru 24 konur. Kynjahallinn mestur í Hæstarétti. Réttarkerfið í jafnvægi eftir holskeflu mála sem tengdust efnahagshruninu. Rannsóknarúrskurðum vegna sakamála fjölgar. Ársskýrsla dómstólasýslunnar var birt í gær.

Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orku­skipt­in eru að verða á Íslandi.

Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum

Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.