Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Þingfundi var slitið á fimmta tímanum í dag og frestað fram yfir helgi. Ekkert miðar í samningaviðræðum við Miðflokkinn um þinglok en viðræðurnar sigldu í strand í gær þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og rætt við þingmenn í beinni útsendingu.

Einnig verður haldið áfram að fjalla um hættuna á gróðureldi hér á landi. Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við slíkan eld. Búnaðurinn sem nú er notaður var keyptur fyrir tólf árum.

Farið verður á Laugaveg þar sem akstursstefnu var breytt í dag og voru margir ökumenn ringlaðir. Við fylgjumst með kvennahlaupi Hrafnistu og verðum í beinni útsendingu frá víkingahátíð í Hafnarfirði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi klukkan 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.