Fleiri fréttir

Ný vetraráætlun tekur gildi á mánudaginn

Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014. Stærstu breytingarnar eru þær að leið 6 hættir akstri í Grafarholtið um kvöld og helgar og mun aka allan daginn frá Staðarhverfinu að Háholti og til baka.

Gáfu Bráðadeild Landspítalans veglega gjöf

Starfsmenn á skrifstofu Olíuverslunar Íslands hafa gefið Bráðadeild Landspítala að gjöf CasMed blóðþrýstings-og mettunarmæli ásamt fylgihlutum. Mælirinn kemur með hjólavagni og grind.

Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka

Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar.

Rændu mann sem var í spilakassa

Tveir karlmenn réðust í gærkvöldi á þann þriðja, sem var í spilakassa á veitingahúsi við Laugaveg og rændu hann fjármunum.

Enn hætta á ofanflóðum

Mikil hætta er enn á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum, en úrkoman í nótt virðist hafa verið heldur minni en spár gerðu ráð fyrir. Þá hefur veður farið hlýnandi, sem dregur úr skafrenningi.

Fá skip á sjó

Sárafá fiskiskip eru á sjó vegna óveðurs og slæmrar veðurspár. Nú er spáð stormi á 15 af 17 spásvæðum á hafinu umhverfis landið og Veðurstofan varar við mikilli ísingu á Gærnlandssundi og Norðurdjúpi og fárviðri geysar nú á Vestfjarðamiðum og Grænlandssundi.

Glerhált víða um land

Glerhálka er nú víðasthvar á þjóðvegum landsins og á götum í þéttbýli, eftir að hiti fór yfir frostmarkið og aðeins fór að hlána, þannig að nú er vatn ofan á ofan á klakabrynjunni.

Flugmannaskortur eftir nokkur ár

Formaður Félags íslenskra flugmanna segir að allt stefni í að skortur verði á flugmönnum á næstu árum. Alls sóttu 223 um störf þrjátíu flugmanna hjá Icelandair. Fleiri flugmenn en nokkru sinni fyrr munu starfa þar í sumar.

Neitað um lyf vegna vanskila við sjúkratryggingar Íslands

Maður sem hugðist sækja lyf sín í apótek fór þaðan tómhentur vegna vanskila við sjúkratryggingar Íslands. Honum var gert að greiða skuld sína eða fullt verð fyrir lyfin, en slíka fjárhæð hafði hann ekki á sér.

Þéttbýlust þá en strjálbýlust nú

Höfuðborgarsvæðið hefur nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum, er komið að ákveðnum þolmörkum. Þetta segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Mikið hefur breyst frá árinu 1930 þegar Reykjavík var ein þéttbýlasta borg Norðurlanda.

Verður í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa haldið barnsmóður sinni og tveggja ára barni þeirra nauðugu í íbúð hennar á jólanótt verður í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar á grundvelli almannahagsmuna en þetta kemur fram á vef RÚV.

Bono gerði víðreist um Ísland

Írski tónlistarmaðurinn Bono, söngvari U2, flaug af landi brott á einkaþotu sinni í gærkvöldi. Bono eyddi tveimur sólarhringum hér á landi í faðmi fjölskyldu sinnar og vina og naut sín vel, samkvæmt heimildum Vísis.

Fær 35 milljónir í skaðabætur frá Garðabæ

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Garðabæ til að greiða konu búsetta í bænum yfir 35 milljónir króna í skaðabætur vegna skemmda sem urðu á húsi hennar við framkvæmdir á holræsi og vegi við Silfurtún árið 2008 en fréttavefur RÚV greinir frá þessu í dag.

Fresturinn framlengdur

Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra hefur verið framlengdur frá 6. janúar til 12. janúar. Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður RÚV, segir það hafa verið ákveðið vegna tillögu Capacent.

„Viðvaningar á vakt“

Málfarsbloggarinn Eiður Svanberg Guðnason segir í nýjustu færslu sinni að málfarsmolunum kunni að fækka á árinu sem nú fer í hönd.

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar lýsti yfir óvissuástandi á svæðinu í gærkvöldi. Spáð er frekari snjókomu og skafrenningi á svæðinu næstu daga.

Eldheimar munu kosta 890 milljónir

Safnið Eldheimar opnar í Vestmannaeyjum næsta vor. Kostnaðurinn nemur um 890 milljónum króna. Erlendir ferðamenn bíða spenntir eftir að safnið verði opnað. Rúmlega eitt hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Eyjar á síðasta ári.

Kveikt í rúmlega 1000 bílum í Frakklandi

Kveikt var í 1.067 bifreiðum í Frakklandi á gamlárskvöld og nýjársnótt en Manuel Valls, innanríkisráðherra Frakklands, staðfesti þetta í frönskum miðlum í morgun.

Bruni á Selfossi í morgun

Minnstu munaði að stórbruni yrði á Selfossi í morgun þegar kviknaði í gamalli kennslustofu inn á lóð byggingafyrirtækis í iðnaðarhverfi bæjarins.

Furby getur valdið kvíða hjá börnum

Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum.

Verður að bæta launakjör

Forsætisráðherra segir að það verði að bæta kjör þeirra lægst launuðustu og rétta hlut millitekjuhópa. Verkalýðsforystan segir þetta viðsnúning hjá ráðherranum. Opinberir starfsemnn segja þetta jákvæð skilaboð.

Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði

Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor.

Togarar aftur á sjó

Þónokkrir togarar héldu til veiða strax upp úr miðnætti, en þeir hafa langflestir verið í landi síðan fyrir jól.

Brenndist þegar miðstöðvarofn sprakk

Maður brenndist eftir að miðstöðvarofn sprakk í húsi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og heitt vatn sprautaðist úr honum.

Í vandræðum á Öxnadalsheiði

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn frá Akureyri héldu í nótt upp á Öxnadalsheiði til að aðstoða fólk í tveimur föstum bílum. Tvennt var í hvorum bíl og amaði ekkert að fólkinu, sem hjálpað var til byggða.

Sjá næstu 50 fréttir