Innlent

Gáfu Bráðadeild Landspítalans veglega gjöf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Starfsmenn á skrifstofu Olíuverslunar Íslands ásamt Rögnu Gústafsdóttur, deildarstjóri bráðadeildar.
Starfsmenn á skrifstofu Olíuverslunar Íslands ásamt Rögnu Gústafsdóttur, deildarstjóri bráðadeildar.
Starfsmenn á skrifstofu Olíuverslunar Íslands hafa gefið Bráðadeild Landspítala að gjöf CasMed blóðþrýstings-og mettunarmæli ásamt fylgihlutum. Mælirinn kemur með hjólavagni  og grind.

Gjöf sem þessi auðveldar til muna eftirlit og umönnun sjúklinga  deildarinnar.

Bráðadeild Landspítalans vill koma á framfæri þökkum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Á meðfylgjandi mynd tekur Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri bráðadeildar, við gjöfinni af starfsmönnum skrifstofu Olíuverslunar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×