Innlent

Ekkert ferðaveður við Blönduós

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglan á Blönduósi vill koma því á framfæri að ekkert ferðaveður er í Langadal.
Lögreglan á Blönduósi vill koma því á framfæri að ekkert ferðaveður er í Langadal.
Lögreglan á Blönduósi vill koma því á framfæri að ekkert ferðaveður er í Langadal, austan við Blönduós.

Einnig er rétt að koma því á framfæri að björgunarsveitir eru á leið í Öxnadal til aðstoðar nokkrum ferðamönnum þar en bílar þeirra eru stopp og hamla m.a. snjómokstri. 

Líkur eru á að bílar sem þar eru verði færðir þannig að þeir verði ekki fyrir og fólki komið til byggða.

Lögregla hvetur ferðamenn til að kynna sér vel upplýsingar um færð og veður áður en haldið er út á vegina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×