Innlent

Enn hætta á ofanflóðum

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Ísafirði en þar hefur verið lýst yfir óvissuástandi.
Frá Ísafirði en þar hefur verið lýst yfir óvissuástandi. úr myndasafni
Mikil hætta er enn á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum, en úrkoman í nótt virðist hafa verið heldur minni en spár gerðu ráð fyrir. Þá hefur veður farið hlýnandi, sem dregur úr skafrenningi.

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er ekki vitað til að snjóflóð hafi fallið í nótt, en það skýrist ekki fyrr en birtir og snjóflóðaeftirlitsmenn geta metið stöðuna.

Það er líka snjóflóðahætta á Austfjörðum, og þar verða aðstæður líka skoðaðar í birtingu. Engar fregnir hafa borist af flóðum þar í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×